Íbúar í Vestmannaeyjum horfa björtum augum á framtíðina. Ekki einungis telja þeir aðstæður almennt betri en íbúar annarra sveitarfélaga heldur telja þeir að þær eigi ýmist eftir að batna eða haldast jafn góðar. �?essar niðurstöður koma fram í nýlegri mælingu Gallup á svokallaðri “væntingavísitölu” sem mæld er reglulega og fjallað var um á fundi bæjarstjórnar í gær.
Aðstæður góðar og bjart framundan
Könunin sem var unnin í lok árs 2017 leiddi í ljós að væntingavísitala meðal svarenda búsettum í Vestmannaeyjum var sú 5. hæsta í samanburði við önnur sveitarfélög.
Ánægðir með stöðuna
Athygli vekur að 62% aðspurðra í Vestmannaeyjum telja aðstæður í efnahagslífinu góðar en meðaltal allra sveitarfélaga er 54%. Einungis 5% telja aðstæður slæmar.
Mikil bjartsýni á framtíðina
Í ljósi þess hversu ánægðir svarendur í Vestmannaeyjum eru með stöðuna er sérstaklega gleðilegt að um 80% þeirra telja að aðstæður eigi annaðhvort eftir að verða betri eða þær sömu eftir 6 mánuði.
Atvinnumöguleikar góðir
�?egar spurt var út í atvinnumöguleika á búsetusvæðinu telja um 88% svarenda í Vestmannaeyjum að þeir séu annaðhvort í meðallagi eða miklir og 93% telja að eftir 6 mánuði verði atvinnumöguleikarnir annaðhvort meiri eða óbreyttir. �?á telja um 84% svarenda í Vestmannaeyjum að heildartekjur heimilisins haldist óbreyttar eða aukist næstu 6 mánuði.
Vætingar byggðar á veruleika
Ástæða er til að fagna þessum niðurstöðum. Há væntingavísitala svarenda í Vestmannaeyjum er í samræmi við það sem búast má við þegar vel gengur. Í umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær leiddu bæjafulltrúar að því líkum að ástæða þessarar háu væntingavísitölu væri gott gengi atvinnulífsins seinustu misseri sem meðal annars hefur falið í sér stórkostlegar fjárfestingar í atvinnutækjum og vexti þeim tengdum. �?á hefur mikil áhersla verið lögð á að byggja og efla þjónustu við bæjarbúa auk þess sem vonir standa til að ný Vestmannaeyjaferja verði markvisst skref í átt að auknum lífsgæðum og tækifærum í samfélaginu.
Elliði Vignisson bæjarstjóri