�?að opnaðist fyrir manni nýr veruleiki, þegar fulltrúi Vegagerðarinnar hafði lokið máli sínu á fundinum uppí Höll síðastliðið miðvikudagskvöld, þar sem málefni nýja Herjólfs voru til umræðu. Nú fer maður að skilja betur af hverju margt varðandi rekstur Herjólfs er svona eða hinsegin. Áhugi fulltrúa Vegagerðarinnar á málefnum Herjólfs og samgöngumálum Eyjanna var akkúrat enginn , – hann var mættur á fundinn af því hann var sendur af Vegagerðinni. – Birti hundruði talna sem enginn skildi eða sá og áttu lítið erindi fundinn, og tilgangurinn að sýna fram á hvað mikið væri gert fyrir samgöngumál Eyjanna. Steininn tók úr þegar hann fór að ræða hvort Vestmannaeyingar vildu kannski ekki fleiri ferðamenn. – Eftir að hafa verið hikandi hvort rétt væri að Vestmannaeyjabær tæki yfir rekstur nýja Herjólfs, hvarf það hik, þegar fulltrúi Vegagerðarinnar hafði lokið máli sínu.
Ekki koma með skipið svona vanbúið fyrir farþega
– �?g hef frá upphafi verið jákvæður gagnvart nýja Herjólfi og aldrei tekið undir hinar fjölmörgu neikvæðu raddir varðandi skipið, – kannski til að vera ekki í hópi neikvæðra. �?? En það er sumt við smíði skipsins sem mér líkar ekki og veit að ég á mjög mörg skoðanasystkini.
– �?að er hvernig búið verður að fólki sem ekki er sjóhraust. �?ótt nýi Herjólfur eigi örugglega eftir að fjölga ferðum til Landeyjahafnar, þá vita það allir sem vilja vita, að fjóra til fimm mánuði ársins verður siglt til �?orlákshafnar meira og minna, og þá yfirleitt þegar veðrin eru verst. Nýja skipið verður hæggengara en núverandi Herjólfur. �?að skiptir kannski ekki máli þegar siglt er til Landeyjahafnar. – En það skiptir máli þegar siglt verður til �?orlákshafnar.
– �?á kemur að því sem mér finnst afleitt varðandi nýja Herjólf, það eru kojumálin! – 30 fleta salur efst og fremst og hæst í skipinu, þar sem hreyfing skipsins er mest. – Með þessari hönnun á aðbúnaði fyrir farþega, sem þarna verða í einni kös, hugsanlega sjóveikt og illa haldið í vondum veðrum, er alveg galið og ótrúlegt að fulltrúi Vestmannaeyinga í smíðanefndinni skuli láta sér detta þetta í hug, – eða samþykkja það. �?g vil fleiri tveggja manna klefa þar sem fjölskyldur geta verið saman, þótt það bitni á öðru plássi.- �?að verður líka að hugsa um vetrarferðirnar til og frá �?orlákshöfn, sem aðallega Vestmannaeyingar nota, – alveg eins og farþegafjöldann/ferðamennina á sumrin. – �?á skil ég ekki heldur þá ráðstöfun að klefarnir á efsta þilfari skuli vera örfáir fjögurra og átta manna klefar, en engir tveggja manna? Hverjum datt það virkilega í hug?
– �?egar ég hlustaði á Jóhannes Jóhannesson aðalhönnuð skipsins ræða þessi kojumál á einum hinna fjölmörgu Herjólfsfunda, þá fannst honum kojur allt að því óþarfar, sigla ætti í hálftíma/fjörtíu mínútur til Landeyjahafnar og lítil þörf á kojum á þeirri siglingaleið, nóg væri að hafa þessa fáu klefa á efsta þilfari enda væri klefar lítið notaðir að meðaltali yfir árið samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Og spurður af hverju klefarnir væru ekki frekar neðar í skipinu fannst honum það ekki skipta máli, það munaði svo litlu.
– Mér finnst að smíðanefndin eigi að snúa af villu vegar síns og gera aðbúnað farþega sem ekki eru sjóhraustir betri en fyrirhugað er, – og þótt það seinki komu skipsins þá er það betra en koma með skipið svo vanbúið til siglinga í �?orlákshöfn.
�?etta finnst mér.
Gísli Valtýsson