Aðfaranótt sunnudags veittist æstur maður undir áhrifum áfengis að þremur mönnum fyrir utan skemmtistað í Vestmannaeyjum og var hann handtekinn af lögreglu. Við handtökuna beit maðurinn lögreglumann til blóðs í aðra hendina og þurfti lögreglumaðurinn að leita til læknis sökum áverka. Jafnframt hafði maðurinn uppi líflátshótanir gagnvart lögreglu og hótaði lögreglumönnum líkamsmeiðingum. Málið er litið alvarlegum augum. Samkvæmt lögreglu eru málin eru í rannsókn.
�?á var maður handtekinn sömu nótt eftir að hafa ráðist inn í hús og veist að húsráðanda og veitt honum áverka. Málið er í rannsókn.
Sl. mánudagskvöld voru tveir menn handteknir vegna gruns um fíkniefnamisferli. Við leit á þeim fundust á annað hundrað grömm af ætluðu amfetamíni. Mennirnir voru handteknir og eru grunaðir um að hafa ætlað efnin til sölu. Mönnunum var sleppt síðdegis á þriðjudag en málið er í rannsókn.