Undanfarin ár hafa verið tímabil góðæris eftir djúpa efnahagslægð í lok síðasta áratugar. Uppsveiflan náði hámarki árið 2016 þegar hagvöxtur nam 7,2%. Vöxturinn er meðal annars vegna hratt vaxandi ferðaþjónustu, aukinnar fjárfestingar í þann geira sem og almennt hagstæðum ytri skilyrðum, vaxandi kaupmætti heimila og farsælli lausn á þeim vandamálum sem fall meginhluta fjármálakerfisins skapaði í lok síðasta áratugar. Sölur fasteigna í Vestmannaeyjum voru yfir meðallagi árið 2017. En einnig hefur mikið verið byggt hér í bæ og þá sérstaklega á síðustu tveimur árum. Nýjustu spár bæjarins eru fólksfjölgun í Vestmannaeyjum á næstu árum og því þarf að byggja meira. Menn í geiranum eru bjartsýnir og fyrirtækin hafa ýmislegt fyrir stafni.
Allt um málið í nýjasta tölublaði Eyjafrétta og í vefútgáfu blaðsins.