Heildarfjöldi seldra eigna í Vestmannaeyjum árið 2017 var 105 eignir, það er 64 íbúðir í fjölbýli og 41 einbýli. �?etta er yfir meðaltali síðustu ára, því það hafa verið á milli 80 til 90 eignir seldar á ári, síðustu ár. Árið 2017 var því gott söluár í Eyjum. Ekki er mikið af eignum til sölu eins og er en markaðurinn er samt sem áður virkur.
Helgi Bragason lögfræðingur og fasteignasali fræddi okkur um stöðuna á fasteignamarkaðinum í Vestmannaeyjum.
Ennþá talsvert undir meðalfermetraverði
Helgi sagði að meðalverð á íbúðum í Eyjum í fjölbýli hafi hækkaði úr 160 þúsund árið 2016 í 185 þúsund árið 2017. En að meðalverð á einbýli hafi staðið í stað, eða um 170 þúsund. �??Yfirleitt er meðalfermetraverð minni eigna hærra en stærri eigna,�?? sagði Helgi. Meðalfermetraverð í Reykavík er um 430 þúsund og á Akranesi, Akureyri, Reykjanesbæ og Árborg er það á bilinu 250 – 290 þúsund. �??Við erum því ennþá talsvert undir meðalfermetraverði í stærri sveitarfélögum,�?? sagði Helgi.
Virkur leigumarkaður er nauðsynlegur fyrir samfélagið
Fasteignaverð í Vestmannaeyjum hefur hækkað talsvert þó við séu enn undir meðalverði. En leigumarkaðurinn er virkari og öruggari fyrir leigutaka. �??�?að sem ég hef séð helst er að það eru komin leigufélög hér inná markaðinn sem eru að fjárfesta í íbúðum og hefur það haft áhrif til hækkunar og að minna er til af eignum og þær hafa selst hraðar. �?g tel innkomu leigufélaga jákvæða að því leyti að það verður virkari leigumarkaður og meiri möguleiki fyrir fólk að fá langtímaleigu. Áður var leiga bundin því að leigja eignir til skamms tíma og þær þá oft í sölumeðferð samtímis sem skapaði óöryggi fyrir leigutaka. Virkur leigumarkaður er nauðsynlegur fyrir samfélagið. Leiguverð hefur hækkað í samræmi við verðlagsþróun og meðalleiguverð á þriggja herbergja íbúð í dag er um 140.000 þús en er misjafnt eftir gæðum, staðsetningu og fleiru. Leigumarkaðurinn er og hefur verið þannig að það er erfitt að fá húsnæði á vorin og sumrin, einkum stærra húsnæði en tilkoma leigufélaga gerir það að verkum að meira framboð er af minna húsnæði,�?? sagði Helgi.
Nýbyggingar toga verð uppá við
�?að er talsvert mikið af nýbyggingum og talsvert af nýjum íbúðum að koma inná markaðinn. �??Fermetraverð á nýju íbúðunum er í takti við nýbyggingarverð. �?að er jákvætt að menn séu að byggja en ég hef trú á að það muni toga verð uppá við, �?? sagði Helgi að lokum.