�?að hefur ekki farið framhjá neinum að mikil uppbygging á sér stað í Vestmannaeyjum. Margir fermetrar hafa verið byggðir og það má segja að allar tegundir af byggingum séu í framkvæmd og mörg spennandi verkefni í vinnslu. �?að má því áætla að nóg sé um að snúast hjá skipulags- og byggingarfulltrúa bæjarins.
Sigurður Smári Benónýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar sagði að síðustu ár hafi verið annasöm á byggingarsviðinu. �??�?að má segja að allar tegundir af byggingum séu í framkvæmd. Atvinnuhúsnæði, fjölbýli, einbýli, sumarhús og töluvert magn í endurbyggingu eins og sést sunnan við Vigtartorgið,�?? sagði Sigurður Smári.
Ekkert laust til úthlutunar miðsvæðis
Sigurður Smári sagði að nú væru um 30 íbúðir í byggingu á um 4000m2, �??sumt í eigu einstaklinga annað í eigu byggingarfélaga. �?að er annað eins magn íbúða í undirbúningi en misjafnlega langt komið í ferlinu.�?? Aðspurður sagði Sigurður Smári að nú væru um 50 lóðir lausar til umsóknar. �??�?essar lóðir eru flestar í vesturbæ, nokkrar í austurbæ en ekkert er laust til úthlutunar miðsvæðis.�??
�?örf fyrir nýtt íbúðarhúsnæði
Sveitafélagið er að undirbúa kynningarefni fyrir nýtt aðalskipulag (2015-2035) sem verður auglýst á næstunni og kynningarfundir haldnir í framhaldi af því. �??Í þessari skipulagstillögu er m.a. fjallað um þörf fyrir nýtt íbúðarhúsnæði á skipulagstímabilinu, íbúaþróun skoðuð, lögð fram íbúaspá þar sem talið er að íbúar sveitafélagsins geti orðið um 5.100 við lok skipulagstímabilsins árið 2035. �?essar tölur gefa okkur þörf fyrir 340 nýjar íbúðir á skipulagstímabilinu ef miðað er við að fjöldi íbúa í íbúð verði um 2,5,�?? sagði Sigurður Smári að lokum.