Félag kaupsýslumanna í Vestmannaeyjum hélt aðalfund á mánudaginn þar sem ný stjórn var kosin. Ingimar Georgsson var starfandi formaður, eftir að Gréta Hólmfríður Grétarsdóttir hætti. Bertha Johansen var sú eina sem bauð sig fram í formannssætið og var hún kosin nýr formaður samtakanna. Aðrir í stjórn eru Aldís Atladóttir eigandi Kaffi Varmós, Valgerður Jónsdóttir eigandi Aroma, Sigríður Inga Kristleifsdóttir einn af eigendum Nostru, Ingimar Georgsson eigandi Vöruvals, Bára Magnúsdóttir einn af eigendum Axel�? og Birgir Sveinsson eigandi Tvistsins.