Deildin Villikettir í Vestmannaeyjum var stofnuð um mánaðarmótin nóvember-desember 2017. Hún tilheyrir Villiköttum á Suðurlandi.
Í Vestmannaeyjum starfa nokkrir sjálfboðaliðar en alltaf er þörf á fleirum. Margar hendur vinna létt verk.
Starfsemi Villikattafélagsins er aðallega að fanga villta/ vergangs ketti, láta gelda þá og koma þeim sem hægt er á heimili, öðrum er sleppt aftur á sama stað og þeir voru fangaðir. Einnig að útbúa skjólhús og matarstaði fyrir þá.
Í byrjun voru fangaðir 13 kettir sem við höfðum í athvarfi sem við fengum tímabundið. Af þessum 13 köttum þá voru 4 fullorðnir kettir , þau Eva, Sía, Mosi og Prinsessa. Eva, Sía og Mosi hafa öll fengið sitt heimili enda voru þetta allt vergangskettir en Prinsessu var sleppt aftur á sama stað og hún var fönguð. Eva var fönguð með 3 kettlinga þau Abel, Lilith og Donnu Summer, þau hafa öll fengið ný heimili og ný nöfn. Sía var fönguð með 4 kettlinga, þau Leó, Fíu, Míu og Smellu. Leó er kominn með heimili, Smella fór í Kristukot ( kattarathvarf félagsins í Hafnarfirði) og fer á heimili í dag, Fía og Mía bíða enn eftir heimili, en eru á fósturheimilinum í dag. Prinsessa var fönguð með 2 kettlinga þau Klút og Slæðu. Klútur fór til að byrja með á fósturheimili þar sem hann fékk nafnið Ljúfur og er núna kominn á sitt framtíðarheimili en Slæða fór í Kristukot og er enn að bíða eftir heimili.
Í febrúar þá komu 2 læður í búr hjá okkur, sem báðar voru teknar úr sambandi, annarri sleppt eftir að hún hafði jafnað sig eftir aðgerðina en hin er enn í mönnun og hefur hún fengið nafnið Dimma.
Einnig fönguðum við 3 kettlinga sem allir voru eitthvað veikir, því miður lést einn þeirra daginn eftir en hinir 2 eru á góðum batavegi á fósturheimili, það eru þær Nala og Svala.
Kúla sem er kettlingafull læða var fönguð og send uppá land á fósturheimili og hann Sóli sem sjálfboðaliði sá slasaðan var fangaður og sendur einnig uppá land til að fara til dýralæknis. Hann fór í aðgerð í gær þar sem einn afturfóturinn var fjarlægður. Hann var búinn að eiga í þessu lengi og vera mikið kvalinn. Hann er núna að jafna sig á fósturheimili í Hafnarfirði.
�?egar við föngum kettina þá notum við fellibúr og biðjum við fólk að virða það og ekki að skemma fyrir okkur. Við viljum líka endilega fá einkaskilaboð um hvar villikettir haldi sig hér í Eyjum.
Villikettir í Vestmannaeyjum leita að húsnæði til að nota sem athvarf fyrir kettina sína. �?etta þarf ekki að vera stórt húsnæði ca 10 fermetra herbergi. �?að þarf að vera rafmagn og helst aðgangur að vatni nálægt.
Við viljum líka nota tækifærið og þakka öllum sem hafa lagt okkur lið, bæði með sjálfboðavinnu og/eða matar- og sandgjöfum. Einnig hafa eyjamenn verið duglegir að gefa okkur allskonar dót, meðal annars rimlabúr, ferðabúr, bæli, sandkassa og matardalla. Svona gjafir eru ómetanlegar.