Enn og aftur mun Eyjahjartað slá á sunnudaginn en þó með nýjum takti því kallað er til leiks fólk í yngri kantinum og er sá yngsti fæddur eftir gos. En eins og áður er kjarninn, æskuárin í Eyjum. Að venju verður Eyjahjartað í Safnahúsinu og hefst klukkan 13.00 á sunnudaginn.
�??�?au sem verða hjá okkur núna eru �?órlindur Kjartansson sem kallar erindi sitt Bernskan bjarta, Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir kallar sitt, Flökkukind, Eiríkur �?ór Einarsson rifjar upp árin af Landagötunni og má reikna með að hann mæti með sýnishorn af ómetanlegu ljósmyndasafni sínu og svo er það hún Jóhanna María Eyjólfsdóttir,�?? sagði Einar Gylfi Jónsson sem hefur frá upphafi staðið að Eyjahjartanu ásamt �?uríði Bernódusdóttur, Atla Ásmundssyni og Kára Bjarnasyni.
�?órlindur er fæddur 1976, Jóhanna 1967, Guðrún 1965 og Eiríkur 1950. �??�?annig að �?órlindur er sá eini sem er fæddur eftir gosið 1973 en konurnar voru á barnsaldri. �?annig að þarna erum við að róa á ný mið því flestir sem komið hafa fram hjá okkur áður eru fæddir um og upp úr miðri síðustu öld. Verður gaman að sjá hvaða augum þau líta æskuárin í Eyjum,�?? sagði Gylfi.
�??�?g kalla erindið mitt, Bernskan bjarta og fæ línuna að láni frá Ása í Bæ. �?g fæddist í Eyjum og ólst upp til 15 ára aldurs, og átti því öll mín bernskuár þar. �?essi ár eru öll björt og falleg í minningunni og ég hef alltaf litið á það sem algjör forréttindi að hafa alist upp í Vestmannaeyjum og að geta kallað sjálfan mig Eyjamann,�?? sagði �?órlindur Kjartansson þegar Eyjafréttir höfðu samband við hann.
�??Mér finnst gaman að hafa verið beðinn um að tala á þessum viðburði og nota tækifærið til þess að rifja hitt og þetta upp sem mér er kært og hjartfólgið. �?g ætla að taka pabba með mér í þessa ferð, og ég hlakka mikið til�??eins og alltaf þegar ég á leið heim.�??
Eins og alltaf áður má búast við góðri aðsókn og er yngra fólki sérstaklega bent á að mæta.