Að frumkvæði landsliðsþjálfara okkar, Heimis Hallgrímssonar, sem oft þarf að svara spurningum um afhverju íþróttafólkið okkar nái svona miklum árangri lét bærinn taka saman myndband sem sýnir brot af þeirri aðstöðu sem íþróttafólk í Vestmannaeyjum nýtir til að efla sig og ná árangri. myndbandið er unnið af Sighvati Jónssyni og er í alla staði glæsilegt.
Elliði Vignisson bæjarstjóri birti myndbandið á heimasíðu sinni í gær, �??Árangur íþróttafólks frá Vestmannaeyjum er einstakur. Núna um helgina leika karla- og kvennalið okkar til úrslita í bikarkeppni í handbolta. Vinni liðin leiki sína verður íþróttafólk frá Vestmannaeyjum handhafi allra bikarmeistaratitila í meistaraflokki karla og kvenna í bæði handbolta og fótbolta.
Við vitum öll að árangur verður ekki til úr engu. Á bakvið hann eru þrotlausar æfingar, skipulagning, tækni, úthald, kökubasarar og margs konar framlag hjá öllum sem að koma. Við hjá Vestmannaeyjabæ erum stolt af íþróttafólkinu okkar, stuðningnum við þau og þeirri aðstöðu sem íbúar hafa í sameiningu lagt þeim til.�??