Lóðsinn kom til hafnar með Wilson Harrier

Lóðsinn í Vestmannaeyjum kom í höf um klukkan fjögur í dag með skipið Wilson Harrier í togi, eins og við greindum frá í dag. �?skar Pétur Friðriksson ljósmyndari Eyjafrétta var við höfnina þegar Lóðsinn kom með Wilson Harrier til hafnar í dag. Sveinn Rúnar Valgeirsson skipstjóri á Lóðsinum sagði að það væri alvarleg vélarbílun í […]

Arnar hættir eftir tímabilið

Arn­ar Pét­urs­son mun hætta sem þjálf­ari karlaliðs ÍBV í hand­knatt­leik eft­ir tíma­bilið. Arnar staðfest­ir þetta við Morg­un­blaðið. Arn­ar er að ljúka sínu þriðja tíma­bili sem þjálf­ari ÍBV. (meira…)

Sigrar í báðum leikjum kvöldsins – myndir

Bæði karla- og kvennalið ÍBV í handbolta voru í eldlínunni í Olís-deildunum í kvöld en skemmst er frá því að segja að bæði lið fóru með sigur af hólmi. Í fyrri leik kvöldsins fóru Eyjakonur afar illa með Stjörnuna en lokatölur voru 37:23. �?að var ljóst snemma leiks að Stjarnan yrði ekki mikil fyrirstaða og […]

Safnað fyrir fjölskyldu Ágústs

Aðfararnótt mánudagsins 12. mars varð Ágúst Ásgeirsson, 39 ára, bráðkvaddur en hann fannst meðvitundarlaus á tröppum Hvítasunnukirkjunnar aðfararnótt sunnudags. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést. Ágúst var búsettur í Eyjum ásamt sambýliskonu sinni og börnum. Ágúst skilur eftir sig sambýliskonu, Katrínu Sólveigu Sigmarsdóttur, og fjögur börn þeirra, auk tveggja barna frá fyrra […]

Ferðasjóður íþróttafélaga

Ferðasjóður íþróttafélaga hefur fengið árlegt framlag á Fjárlögum Alþingis, allt frá árinu 2007. Sjóðurinn er hugarfóstur Stefáns Jónassonar bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum og það er ánægjulegt að Alþingi bætti verulega í ferðasjóðinn og vegna keppnisferða ársins 2017 fær íþróttafólk í Vestmannaeyjum um 1 milljón á mánuði eða  12.203.727 úthlutað fyrir árið 2017. Það er mikilvægt að […]

Aron Rafn og Teddi í landsliðshóp

Guðmundur Guðmundsson, nýr þjálfari A-landsliðs karla í handbolta, hefur valið 20 manna landsliðshóp fyrir Gulldeildina í Noregi 5. – 8. apríl. Guðmundur kynnti landsliðshópinn nú rétt í þessu á blaðamannafundi í Arion banka í Kringlunni. Í hópnum eru tveir fulltrúar frá ÍBV, Aron Rafn Eðvarðsson og Theodór Sigurbjörnsson. Landsliðshópurinn: Markmenn Björgvin Páll Gústavsson, Haukar (201) […]

Lóðsinn með erlent skip í togi

Lóðsinn í Vestmannaeyjum er væntanlegur í höfn í Vestmannaeyjum um klukkan fjögur í dag með skipið Wilson Harrier í togi. Sveinn Rúnar Valgeirsson skipstjóri á lóðsinum sagði að það væri alvarleg vélarbílun í Wilson Harrier sem er mjölbátur. �??Skipið er um 100 metrar og liggjum við sunnan við Eyjuna núna og siglum svo vestur meðfram […]

Bikarmeistarar í stökkfimi

Bikarmót FSÍ í stökkfimi fór fram hjá Aftureldingu laugardaginn 10. mars sl. Fimleikafélagið Rán sendi þrjú lið til keppni og segja má að öllum liðunum hafi gengið mjög vel. �?jálfarar stelpnanna eru Sigurbjörg Jóna Ísfeld Vilhjálmsdóttir og Eínborg Eir Sigurfinnsdóttir. Liðin eru skipuð fjórum til sjö keppendum og tvær af stúlkunum í 3. flokki kepptu […]

Jón Pétursson: Staða Hraunbúða

Að gefnu tilefni er rétt að upplýsa um að á Hraunbúðum eru 37 heimilismenn í 29 hjúkrunarrýmum og 8 dvalarrýmum. Fjöldi rýma ræðst af samþykki frá ríkinu og hefur verið óbreyttur í nærri tíu ár. �?ær breytingar sem áttu sér stað á Hraunbúðum nú fyrir skömmu, þar sem byggt var við Hraunbúðir aðstaða með um […]

Krónan fær nýjan verslunarstjóra

Um næstu mánaðarmót mun Eyjólfur Heiðar Heiðmundsson hætta sem verslunarstjóri hjá Krónunni í Vestmannaeyjum. En hann hefur gengt því starfi við gott orðspor síðustu tvö ár. Olli eins og hann er alltaf kallaður staðfesti þetta við Eyjafréttir og sagði okkur jafnframt að hann sé kominn með nýtt starf hjá Geilsa og mun hann hefja störf […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.