Aðfararnótt mánudagsins 12. mars varð Ágúst Ásgeirsson, 39 ára, bráðkvaddur en hann fannst meðvitundarlaus á tröppum Hvítasunnukirkjunnar aðfararnótt sunnudags. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést. Ágúst var búsettur í Eyjum ásamt sambýliskonu sinni og börnum.
Ágúst skilur eftir sig sambýliskonu, Katrínu Sólveigu Sigmarsdóttur, og fjögur börn þeirra, auk tveggja barna frá fyrra sambandi. Hanna Lovísa Olsen, vinkona Ágústs og Katrínar, ásamt vinum og ættingjum hafa stofnað styrktarreikning fyrir Katrínu og börnin í þeirri von að hún geti á þessari stundu einbeitt sér að því að halda áfram að hugsa um börnin sín og fengið tækifæri til þess að kveðja Gústa án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því sem er veraldlegt.
�?eim sem geta aðstoðað fjölskylduna er bent á styrktarreikning sem er á nafni Katrínar Sólveigar:
**Reikningur: 0140-26-16037, kennitala: 160379-3599.