Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að því að kona sem var verslunarstjóri hjá Subway í Vestmannaeyjum hafi ítrekað svikist undan í starfi og þannig brotið gróflega af sér. �?ess vegna hafi henni verið sagt upp og hún eigi því ekki rétt á launum á uppsagnarfresti eða bótum. Henni var samt dæmdar 935 þúsund krónur sem Subway hélt eftir af launum hennar með ólöglegum hætti. Alls krafðist konan 11 milljóna króna frá fyrirtækinu. www.ruv.is greindi frá.
Konan var verslunarstjóri hjá Subway í Vestmannaeyjum. Í mars 2015 var henni sagt upp störfum þegar hún var grunuð um fjárdrátt úr peningakassa. �?etta var tilkynnt til lögreglu og jafnframt að konan hefði reglulega yfirgefið vinnustaðinn nokkrum klukkustundum áður en vinnudegi hennar lauk og fengið samstarfsmann sinn til að stimpla sig út.
Ákærð fyrir fjárdrátt og að fyrir að gefa eiginmanninum bát
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum ákærði konuna fyrir að draga sér á þrettánda þúsund krónur úr peningakassanum og fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway-bát og gos fyrir 1.568 krónur. Hún var sýknuð af ákærunni 23. mars í fyrra. Héraðsdómur Suðurlands taldi ekki hafið yfir vafa að hún hefði dregið sér fé úr kassanum, auk þess sem vitni báru að maður hennar hefði innt af hendi ýmið viðvik á veitingastaðnum og báturinn hafi verið laun fyrir hann.
Taldi sig snuðaða um greiðslur og vegið að æru sinni
Eftir sýknudóminn höfðaði konan mál á hendur Subway. Hún taldi að sér hefði verið sagt upp störfum með ólögmætum hætti �?? hún ætti inni greiðslur á uppsagnarfresti og auk þess laun og orlofsgreiðslur fyrir vinnu sem hún hafði þegar innt af hendi en var haldið eftir þegar hún hætti. �?á taldi hún að vegið hefði verið að æru hennar með svívirðilegum hætti þegar öðrum verslunarstjórum Subway var greint frá starfslokum hennar með tölvupósti. Auk þessa gerði hún kröfur um bakvaktargreiðslur �?? enda hafi hún verið með síma frá vinnustaðnum og stundum þurft að sinna starfsskyldum utan vinnutíma. Hún hafi því í rauninni oft verið á bakvöktum.
Fær peninginn sem haldið var eftir
Héraðsdómur Reykjavíkur fellst á að konan eigi rétt að fá greiðslurnar sem haldið var eftir �?? samtals 935 þúsund krónur auk vaxta. �?á er Subway gert að greiða henni málskostnað upp á hálfa milljón króna.
�?ðrum kröfum hennar er hins vegar hafnað. Ekki er fallist á að hún hafi verið á bakvakt þótt hún hafi verið með síma frá vinnunni og ekki heldur að það hafi verið ómálefnaleg og svívirðileg meingerð í hennar garð að tilkynna öðrum verslunarstjórum um uppsögnina.
Alvarlegt þar sem hún var yfirmaður
�?vert á móti segir dómurinn að með þeirri háttsemi að yfirgefa reglulega vinnustaðinn um klukkan 13 á daginn og fá samstarfsmann sinn til að stimpla sig út hafi konan brotið ítrekað gegn viðveruskyldu sinni, �??sem verður að telja eina af meginskuldbindingum stefnanda samkvæmt ráðningarsambandi hennar�??, og hún hafi einnig ítrekað brotið fyrirmæli í starfsmannahandbók um skráningu á vinnustað með því að óska eftir að undirmenn stimpluðu hana út.
�??Brot stefnanda var sérstaklega alvarlegt þar sem hún var yfirmaður á staðnum og bar ábyrgð á tímaskráningum starfsmanna á vinnustaðnum. Sem yfirmaður hafði hún það hlutverk að fara yfir umrædd fyrirmæli í starfsmannahandbókinni með þessum sömu starfsmönnum og brýna fyrir þeim að virða þau í störfum sínum. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið verður litið svo á að stefnandi hafi með umræddum ráðstöfunum sínum brotið gróflega af sér í starfi. Telst fyrirvaralaus uppsögn hennar úr starfi því réttmæt,�?? segir í dómnum.