�?löf Ragnarsdóttir, dóttir Möggu Betu og Ragga Hilmars, hefur undanfarin ár lagt stund á arabísku og ýmis málefni sem snúa að stjórnmálum Mið-Austurlanda. Áhuga hennar á þessu tiltekna menningarsvæði má rekja til hryðjuverkaárásarinnar þann 11. september árið 2001 en núna tæpum tuttugu árum síðar kennir hún arabísku og Mið-Austurlandafræði við Háskóla Íslands. �?löf er sömuleiðis einn þriggja umsjónamanna Fez-hattarins en það er hlaðvarpsþáttur sem er á dagskrá hjá Kjarnanum aðra hverja viku og fjallar einmitt um málefni Mið-Austurlanda.
Viðtalið í heild má finna í nýjasta tölublaði Eyjafrétta og í vefútgáfu blaðsins.