ÍBV og nýkrýnd­ir bikar­meist­ar­ar í hand­knatt­leik eru að leita sér af nýjum þjálfara þar sem Arn­ar Pét­urs­son þjálf­ari liðsins hef­ur ákveðið að hætta þjálf­un liðsins eftir þetta tímabil, eins og hefur komið fram. �??Fyrst og fremst er ástæðan fyr­ir þess­ari ákvörðun minni ann­ir í vinnu. �?g rek og á ásamt góðu fólki ört vax­andi fyr­ir­tæki í Vest­manna­eyj­um sem er í út­flutn­ingi á fersk­um fiskaf­urðum. �?að kall­ar á meiri og meiri tíma og hef­ur gert í tölu­verðan tíma. Dag­arn­ir eru lang­ir, maður eld­ist og þarf meiri svefn,�?? sagði Arn­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið.
Hann sagði ákvörðun­ina í sjálfu sér ekki erfiða og hafi verið tekna fyr­ir tölu­verðum tíma síðan og að fé­lag­ar hans í stjórn hand­knatt­leiks­deild­ar ÍBV hefðu verið meðvitaðir um þetta frá því að ákvörðun var tek­in.
Vill fá Erling sem næsta þjálfara
Morgunblaðið greinir frá því að forráðamenn ÍBV hafi rætt við Erling Richardsson, en fleiri nöfn séu í siktinu líka, þeir eru Aron Kristjánsson og �?skar Bjarni �?skarsson. Arnar sagði í samtali við Morgunblaðið að hann vonaðist eftir að Erlingur tæki við, en segjir jafnframt að næsti þjálfari liðsins veri ráðinn í 100% starf. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta eru ÍBV búnir að vera reyna ná samning við Erling síðan um áramót.