Ráðgert er að syst­ur­skip­in Breki VE og Páll Páls­son ÍS, nýir tog­ar­ar Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um og Hraðfrysti­húss­ins-Gunn­var­ar í Hnífs­dal, haldi heim­leiðis frá Kína á þriðju­dag. Mbl.is greindi frá.
Áhafn­ir skip­anna und­ir­búa sig fyr­ir 35-40 gráða hita á hluta heim­sigl­ing­ar­inn­ar, sem tek­ur um 50 daga. Kæli­búnaður hef­ur verið sett­ur upp í brú, íbúðum og vél­ar­rúmi. Skrifað var und­ir smíðasamn­inga 2014, en af­hend­ing skip­anna í vik­unni varð mörg­um mánuðum síðar en áætlað var, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.