ÍBV mætir Stjörnunni á heimavelli í kvöld kl. 13:30 í næst síðustu umferð Olís-deildar karla. Fyrir umferðina eru Eyjamenn í þriðja sæti með 30 stig, jafnmörg stig og Selfoss í sætinu fyrir ofan og tveimur stigum minna en FH á toppnum. Stjarnan er hins vegar í sjöunda sæti með 21 stig.