Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í síðustu viku var greint frá opnun tilboða í nýtt loftræstikerfi í Safnahús Vestmannaeyja. Aðeins eitt tilboð barst í verkið. Tilboðið kom frá Eyjablikk ehf. upp á kr. 32.053.967. Kostnaðaráætlun hönnuða var uppá kr. 33.985.145.
Ráðið fól framkvæmdastjóra að ræða við hönnuð og tilboðsgjafa um hvort hægt sé að minnka umfang verksins svo það rúmist innan fjárhagsáætlunar ársins 2018 en þar var gert ráð fyrir 25 milljónum í verkið, segir í bókun ráðsins.