Eyjamenn fjölmenntu að vanda á landsfund Sjálfstæðisflokksins um helgina. Eyjamenn voru áberandi bæði á nefndarfundum þar sem þeir tóku virkan þátt í umræðum, báru upp breytingatillögur við ályktanir nefnda og mæltu fyrir eða gegn tillögum í sal. Að vanda var slor og skítur fluttur við góðar undirtektir og með dyggri aðstoð Ísfirðinga á landsfundarhófinu.