Eyjamenn tryggðu sér deildarmeistaratitilinn rétt í þessu eftir að liðið lagði Fram að velli með einu marki, lokatölur 34:33
Leikurinn var vægast sagt spennandi en ÍBV var fjórum mörkum undir um miðjan síðari hálfleik. �?egar tvær mínútur lifðu leiks þurfti ÍBV þrjú mörk til að tryggja sér titilinn en bæði Selfoss og FH unnu sína leiki örugglega í kvöld. Allt gekk eftir og var það Agnar Smári Jónsson sem skoraði lokamark leiksins þegar sex sekúndur voru eftir.
Sigurbergur Sveinsson var markahæstur í liði ÍBV með 12 mörk. Aron Rafn Eðvarðsson varði tíu skot í markinu.