Við kláruðum loðnuvertíðina núna um helgina og erum við ánægðir með að klára kvótann,�??sagði Eyþór Harðason útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu í samtali við Eyjafréttir.
Nú hefjast kolmunnaveiðar hjá uppsjávarskipunum. �??�?au fóru srax að lokinni síðustu loðnulöndun áleiðis á hafssvæðið vestan við Írland, vegna þess að nú eru skilyrðin þau að 25% afla í kolmunna verða að veiðast utan færeysku lögsögunnar, en þar höfum við veitt mesta magnið síðustu árin,�?? sagði Eyþór.
Eyþór sagði að vel gangi að veiða bolfiskinn. �??Suðurey og Dala-Rafn hafa ekki þurft meira en 2-3 daga til að klára túra hér á heimamiðum,�?? sagði Eyþór að endingu.