Ísfisktogararnir hafa verið að fiska vel að undanförnu�??, sagði Arnar Richardsson hjá Berg-Huginn í samtali við Eyjafréttir. �??Bergey og Vestmannaey fara í stuttar veiðiferðir og landa síðan fullfermi, �?? sagði Arnar.
Bæði skipin héldu til veiða á föstudaginn og lönduðu síðan fullfermi á sunnudaginn. �??Lagt var úr höfn á ný á sunnudagskvöld og er ráðgert að þau landi bæði í dag þá verður Vestmannaey búin að landa yfir 600 tonnum og Bergey rúmlega 500 tonnum það sem af er marsmánuði. Skipin hafa að mestu fiskað við Vestmannaeyjar og hefur afla skipanna verið ráðstafað með svipuðum hætti og áður,�?? sagði Arnar að endingu.