�??�?að má ekki skoða lítinn kall,�?? segir í þekktu barnalagi. Nútímalegri útgáfa væri: �??�?ú átt á hættu að vera dröslað í gegnum allt réttarkerfið í 2 ár og sektaður fyrir að segja eitthvað almennt um litla kalla sem væri móðgandi í þeirra garð.�?? Vissulega er þetta slæmt textasmíði og fellur engan vegin að laglínunni. En svona er Ísland í dag.
�??Hlutlausa kynfræðslu á að veita í skólum en ALDREI réttlæta ónáttúrulega kynhegðan fyrir saklausum börnum og kalla það sem er óeðlileg eðlilegt!!!�?? Sá sem skrifaði þessi orð var kærður af ákæruvaldinu en sýknaður í héraðsdómi og hæstarétti rúmlega 2 árum eftir skrifin. �?au voru í tengslum við tillögu bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um hinseginfræðslu í grunnskólum bæjarins.
�??Á nú að fara að eyðileggja sakleysi barnanna að foreldrum forspurðum? �?g myndi flokka þetta undir barnaníð að vera að troða kynvillu í saklaus börn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vinsamlegast haldið saurugum hugsunum og löngunum ykkar frá börnunum mínum.�?? Höfundur þessara orða var fundinn sekur og dæmdur til sektar í hæstarétti sem skrifaði að�??… orð hans hefðu verið í senn alvarleg, gróflega meiðandi og fordómafull.�??
Mikilvægi þess að vera frjáls skoðana sinna og sannfæringar er slíkt að það hefur verið fest í stjórnarskrá Íslands. Jafnvel verstu hugsanir og vangaveltur (fyrir utan ofbeldishótanir og rætnar lygar um einstaklinga) ættu menn að geta sett fram, óhræddir um viðbrögð ákæruvaldsins en vonast eftir viðbrögðum og mótrökum samborgara. Slíkt er einfaldlega nauðsynlegt hverjum manni og skoðunum hans.
“;”dónaskapur_er_réttlætismál
Hjálpar það málstað minnihlutahópa að beita valdi ríkisins til að þagga niður í mönnum með óþægilegar skoðanir í stað þess að leyfa almenningsálitinu að dæma orð viðkomandi. �?ttu útgerðarmenn að taka upp þessa aðferð?
Ef ekki má lengur tala um �??fábjánana í þinginu�??, �??Sjálfsgræðgisflokkinn�??, �??asnana hinum megin við götuna�??, �??góða fólkið og latte sötrarana�?? eða �??ógeðslegu hvítu miðaldra kallana�?? hvað eigum við þá eiginlega að tala um? Hvað ættu blaðamenn og pistahöfundar Stundarinnar að skrifa um?
Hatursorðræðulögregludeild Reykjavíkur
Samkvæmt lögum getur sá sem með háði ræðst að hópi manna vegna trúarbragða átt yfir höfði sér sekt eða fangelsi. Í Reykjavík er deild starfandi um málefnið. Yfirmaður deildarinnar skrifaði nýlega �??Réttur einstaklinga til að þurfa ekki að umbera fordómafulla tjáningu er hluti af grunnstoðum lýðræðis�??.
�?etta mun bara versna.