Deildin Villikettir í Vestmannaeyjum var stofnuð um mánaðamótin nóvember-desember 2017, en hún tilheyrir Villiköttum á Suðurlandi.
Starfsemi Villikattafélagsins er aðallega að fanga villta/vergangs ketti, láta gelda þá og koma þeim sem hægt er á heimili, öðrum er sleppt aftur á sama stað og þeir voru fangaðir. Einnig að útbúa skjólhús og matarstaði fyrir þá. Aðstandendur hópsins í Vestmannaeyjum eru þær Laufey Konný Guðjónsdóttir, Elín Hermannsdóttir og Ása Ásmundsdóttir.
�??�?egar við föngum kettina þá notum við fellibúr og biðjum við fólk að virða það og ekki skemma fyrir okkur. Við viljum líka endilega fá einkaskilaboð um hvar villikettir haldi sig hér í Eyjum,�?? sagði Laufey Konný í samtali við Eyjafréttir.
Leita að húsnæði
Villikettir í Vestmannaeyjum leita að húsnæði til að nota sem athvarf fyrir kettina sína. �?etta þarf ekki að vera stórt húsnæði ca 10 fermetra herbergi mundi duga. �?að þarf að vera rafmagn og helst aðgangur að vatni nálægt. �??Við viljum líka nota tækifærið og þakka öllum sem hafa lagt okkur lið, bæði með sjálfboðavinnu og/eða matar- og sandgjöfum. Einnig hafa Eyjamenn verið duglegir að gefa okkur alskonar dót, meðal annars rimlabúr, ferðabúr, bæli, sandkassa og matardalla. Svona gjafir eru ómetanlegar,�?? sagði Laufey Konný að endingu.