Hver svo sem ástæðan er, er Eyjahjartað eitthvað svo gott fyrir sálina. Kannski er það vegna þess að Gylfi í Húsavík, Einar Gylfi Jónsson, er einn okkar besti sálfræðingur, Atli greifi, Atli Ásmundsson er öðrum næmari á fólk og væntingar þess, �?ura í Borgarhól, �?uríður Bernódusdóttir, kallar fram sólskin í sinni í hvert skipti sem hún hlær eða hárfín tilfinning Kára á Bókasafninu fyrir stemningunni hverju sinni. Eðlilegasta niðurstaðan er að þetta sé sambland af þessu öllu og síðast en ekki síst frábært val á fólki til að segja frá æskuárunum í Vestmannaeyjum í bland við frásagnarást Eyjamanna og það ólgandi mannlíf sem hér er. Og Vestmannaeyingum finnst gaman að heyra aðra segja sögur sem er líka ástæðan fyrir því að alltaf er fullt hús.
Greinina í heild má nálgast í nýjasta tölublaði Eyjafrétta og í vefútgáfu blaðsins.