Víti í Vestmannaeyjum var frumsýnd sl. föstudag og hefur heldur betur slegið í gegn – rúmlega 10,000 gestir fjölmenntu í bíó til að upplifa metsölubók Gunnars Helgasonar á hvíta tjaldinu! �?etta er mögnuð aðsókn á frumsýningarhelgi og gefur góð fyrirheit um framhaldið – það er ljóst að kvikmyndahús landsins verða troðfull alla Páskana því það ætlar engin fjölskylda að missa af þessari æðislegu mynd.
Víti í Vestmannaeyjum er byggð á fyrstu bókinni í gríðarlega vinsælum barnabókaflokki eftir Gunnar Helgason en það er Bragi �?ór Hinriksson, sem leikstýrði Sveppamyndunum, sem leikstýrir myndinni. Í síðustu viku var viðtal við Íseyju Heiðarsdóttur í Eyjafréttum.