Vestmannaeyjabær hefur nú í um þrjú ár unnið að verkefni með alþjóðlega stórfyrirtækinu Merlin Entertainment. Verkefnið er fólgið í því að flytja hingað hvali sem verið hafa sýningadýr og búa þeim umhverfi sem er í anda þeirrar dýravelferðar sem Merlin leggur áherslu á í allri sinni starfemi. Hluti af hugmyndinni er að byggja hér upp aðstöðu sem yrði einstök í heiminum og felst bæði í aðstöðu fyrir hvalina í stóru keri í landi og kví í sjó.
Elliði Vignisson bæjarstjóri sagði í samtali við Eyjafréttir að samvinnan og samtalið hafi síðan þá orðið til þess að Merlin stefnir nú að því að vera hér með einstakt fiska- og sjófuglasafn undir vörumerkinu SeaLive. �??�?ar sem meðal annars verða sýndnar staðbundnar tegundir sjávardýra og komið upp úrvalsaðstöðu til að sinna pysjueftirliti og hýsa lifandi lunda sem ekki geta lifað í villtri náttúru,�?? sagði Elliði.
Aðkoma Vestmannaeyjabæjar er margvísleg, �??hún spannar í raun allt frá þátttöku í að móta verkefnið yfir í að veita fyrirtækinu staðarþekkingu á stjórnkerfinu og leigja þeim aðstöðu. Vestmannaeyjabær er þó ekki á neinn hátt ábyrgðaraðili og leggur hvorki fjármagn né ábyrgðir til verkefnisins,�?? sagði Elliði.