ÍBV gerði góða ferð til Rússlands um síðustu helgi og sigruðu þar lið SKIF Krasnodar með tveggja marka mun 23:25 í fyrri leik 8-liða úr­slita Áskor­enda­bik­ars Evr­ópu. �?etta er svo sannarlega ekki búið, á laugardaginn kl. 15:30 mæta Rússarnir á parketið í Eyjum og munu gera allt til þess að ná fram hefndum og komast áfram í keppninni. Okkar strákar eru staðráðnir í að láta það ekki eftir þeim og óska eftir því að áttundi maðurinn verði á pöllunum, en eins og allir vita eru hvergi til betri stuðningsmenn en í Vestmannaeyjum. Forsala aðgöngumiða verður í Tvistinum og hvetjum við fólk til þess að kaupa miða í forsölu.