Huginn VE er á leið í endurbætur til Póllands, en endurbæturnar fara fram í skipasmíðastöðinni Alkor í Gdansk. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hugins segir í samtali við Eyjafréttir í gær að skipið verði lengt ásamt því að sandblástur sé fyrirhugaður á öllu skipinu. �??Lengingin verður 7,2 metrar og er stækkun á lestarrými um 600m3.�?� sagði Páll. Verklok eru áætluð um miðjan ágúst.