Eins og við sögðum frá í síðustu viku þá var Karl Gauti alþingismaður að leggja fram löngu tímabært frumvarp sem skilgreinir þjóðveg til Vestmananeyja. �??Efndanna er vant þá heitið er gefið,�?? sagði Karl Gauti í samtali við Eyjafréttir í vikunni. �??Nú hef ég efnt eitt af mínum kosningaloforðum, að leggja fram frumvarp sem skilgreinir siglingaleiðina til Eyja sem þjóðveg, eins og segir í frumvarpinu,�?? sagði Karl Gauti.
�?að geta allir verið sammála því að það er afar sérstakt að aldrei hafi neinn lagt svona frumvarp fram áður. �??Hér verður þetta skilgreint í vegalögum sem þjóðferjuleiðir og ná til byggðra eyja við landið og tryggir íbúum að ríkið þurfi að sinna samgöngum til þeirra samkvæmt skilgreindri þörf, bara svona eins og um vegi sé að ræða og eru mokaðir svo og svo oft eftir þörfinni,�?? sagði Karl Gauti.
Í greinargerð um frumvarpið segir að árum saman hafa samgöngumál á leiðinni til Vestmannaeyja verið í umræðunni. Vestmannaeyjar hafa mikla sérstöðu í samgöngulegu tilliti og það er mat flutningsmanns að það sé hlutverk hins opinbera að tryggja þangað góðar og greiðar samgöngur, á sanngjörnu verði með nákvæmlega sama hætti og hið opinbera stendur straum af rekstri sameiginlegs vegakerfis, hafna og flugvalla.
Viðbrögð hafa verið ótrúleg
�??Viðbrögð hafa verið ótrúlega góð, það er engin spurning�?? sagði Karl Gauti, en hann sagði einnig að fólk furði sig mikið á því af hverju þetta hafi ekki verið gert fyrir löngu. �??�?g furða mig á því sjálfur.�?? Aðalmálið núna er að þetta komist í nefnd, �??ef þetta kemst í nefnd er hægt að laga frumvarpið til, breyta og bæta. Endirinn sem ég vil sjá í þessu er að ríkinu sé skylt að halda uppi samgöngum, samkvæmt þörfum, ekki eins og þetta er búið að vera. �?að er óboðlegt,�?? sagði Karl Gauti að endingu.