Frá árinu 2016 hefur Garðar Heiðar Eyjólfsson verið beittur ofbeldi í formi tálmunar en síðan þá hefur barnsmóðir hans séð til þess að hann fái ekki að hitta börnin sín eða eiga við þau samskipti á nokkurn máta, dóttur fædda árið 2008 og son fæddan árið 2010. Málið, sem á sér langan og flókinn aðdraganda, vakti umtalsverða athygli á sínum tíma en því hefur áður verið gerð skil í öðrum fréttamiðli. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en málinu lítið miðað áfram. Í þessu viðtali ræðir Garðar upphafið að tálmuninni, hvernig íslensk stjórnsýsla brást og ótrúleg viðbrögð bæði spænsku og íslensku lögreglunnar. Vegna umfangs málsins verður það tekið fyrir í tveimur pörtum og birtist framhaldið í næsta tölublaði.
Viðtalið má nálgast í nýjasta tölublaði Eyjafrétta og í vefútgáfu blaðsins.