Í dag eru rétt 90 ár liðin frá því heimamálari Eyjanna, Guðni Agnar Hermansen, fæddist. Í tilefni dagsins fengu Eyjafréttir leyfi til að birta tvö erindi sem flutt voru í Einarsstofu 27. janúar sl. er Vestmannaeyjabær tók formlega á móti hinu fræga málverki Guðna �??Hefnd Helgafells�??. Helgi Bernódusson og Hermann Einarsson stóðu fyrir dagskránni ásamt Kára Bjarnasyni og Helga Hannessyni, syni Jóhönnu Hermannsdóttur er gaf málverkið. Erindi Helga og Hermanns veita einstaka og persónulega sýn til listamannsins og einstaklingsins Guðna og er því vel við hæfi að heiðra hann á þessum tímamótum með því að birta þau. Eyjafréttir vilja með þessum hætti minnast þessa merka Eyjalistamanns.
Greinina má finna í nýjasta tölublaði Eyjafrétta og í vefútgáfu blaðsins.