Mikael Magnússon nemandi 9. EB í Grunnskóla Vestmannaeyja komst áfram í úrslitakeppni Pangea stærðfræðikeppninnar sem haldin var á dögunum. 89 stigahæstu nemendur í 8. og 9. bekk komast í úrslitaprófið, en í Pangeu 2018 voru skráðir 2763 nemendur. Mikael gat því miður ekki tekið þátt í úrslitunum en fróðlegt hefði verið að sjá hvernig honum hefði vegnað í þeirri keppni. Mikael er Eyjamaður vikunnar á þessu sinni.
Nafn: Mikael Magnússon.
Fæðingardagur: 24 janúar 2003.
Fæðingarstaður: Landspítalinn.
Fjölskylda: Fjóla Finnbogadóttir (mamma), Magnús Gíslason (pabbi) og Eva Magnúsdóttir (litla systir).
Uppáhalds vefsíða: Youtube.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: �?ungarokk.
Aðaláhugamál: Tölvuleikir, sjónvarp, trommur, karate og spil.
Uppáhalds app: Youtube.
Hvað óttastu: Köngulær.
Mottó í lífinu: Hugsaðu hvað þig langar til að gera/verða og byrjaðu að vinna að því þangað til að þú kemst þangað.
Apple eða Android: Android.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: J.R.R Tolkien.
Hvaða bók lastu síðast: Eragon: Brisingur.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Gunnar
Nelson og Manchester United.
Ertu hjátrúarfullur: Nei.
Stundar þú einhverja hreyfingu: �?g stunda karate.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Marvel þættirnir inná Netflix.
Hvað er Pangea stærðfræðikeppnin og hvernig kemst maður í hana: Pangea stærðfræðikeppnin er alþjóðleg stærðfræðikeppni fyrir unglingastigið í skólum og til að komast í hana þarftu að vera unglingur í skóla og vera mjög góður í stærðfræði. �?að eru tvær lotur sem þú þarft að ljúka til að komast í keppnina og þær eru þannig að í fyrstu lotunni færðu stærðfræðihefti og ef þú nærð góðri einkunn í því færðu annað hefti í lotu tvö og ef þú stendur þig nógu vel kemstu áfram í úrslitin.
Hefur þú alltaf haft áhuga á stærðfræði: �?g myndi ekki kalla það áhuga en ég hef alltaf verið mjög góður í stærðfræðinni alveg síðan ég byrjaði í fyrsta bekk.