�?g vil þakka Katerynu fyrir frábæra uppskrift og að hugsa til mín sem næsta matgæðings. �?g elska að elda matarmiklar súpur og eiga svo næstu daga næringargóðan saðsaman mat sem þarf aðeins að hita upp. �?ess vegna ætla ég að deila með ykkur uppskrift af kjúklingasúpu sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Gott er að hafa tortilakökur með hummus sem meðlæti.
Kjúklingasúpa (c.a. 6 diskar)
�?� 1 laukur
�?� 2 hvítlauksrif
�?� 1-2 rauð chili
�?� 2 msk. ferskt engifer
�?� 5 gulrætur
�?� 2 græn epli
�?� 2 msk. karrí
�?� 2 msk. kjúklingakraftur
�?� 1 dós kókosmjólk
�?� 2 litlar dósir tómat-púrra
�?� 5 dl. matreiðslurjómi
�?� 900 gr. kjúklingabringur
�?� 1 tsk. cayenne pipar
�?� salt
�?� ferskt kóríander.
Byrja á því að undirbúa hráefnin. Laukur er skorinn frekar smátt niður og settur til hliðar. Hvítlaukur er pressaður, chili er kjarnhreinsað og saxað fínt og engifer er rifið með rifjárni og þetta er svo sett saman til hliðar. Gulrætur og epli eru flysjuð, rifin og sett til hliðar. Kjúklingasoð er útbúið með því að leysa upp 2 msk. af kjúklingakrafti í 8 dl. af nýsoðnu vatni. �?egar þessu er lokið byrja ég að elda súpuna. Laukurinn er settur í pott og steiktur í smá klípu af smjöri þar til hann er orðinn mjúkur. �?á er hvítlaukur, chili og engifer bætt út í og steikt áfram í smá stund. �?ví næst eru gluræturnar og eplin sett út í ásamt karrí. Kjúklingasoði er bætt út í ásamt tómatpúrru. Suðan er látin koma upp og súpan látin malla í u.þ.b.15 mínútur. Á meðan eru kjúklingabringurnar skornar í munnstóra bita, þeir eru svo settir út í súpuna ásamt kókosmjólk og matreiðslurjóma og þetta er látið sjóða við vægan hita þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. �?á er súpan smökkuð til og bætt er við salti, karrí og cayenne pipar eftir smekk. Gott er að setja ferskt kóríander ofan á súpuna í diskunum.
Hummus
�?� 1 dós niðursoðnar
kjúklingabaunir
�?� 1 hvítlauksrif
�?� 2 msk. tahini
�?� 2 msk. sítrónusafi
�?� 1 tsk. tamarisósa
�?� 1 tsk. cayenne pipar
�?� 0,25 tsk. cumin
�?� 40 ml. ólífuolía
�?� 20 ml. af vatni, salt
Setjið kjúklingabaunirnar ásamt vatni í matvinnsluvél eða notið töfrasprota og maukið í um það bil 10 sek. Afhýðið hvítlaukinn og pressið hann útí ásamt sítrónusafa, tahini, tamarisósu, cayennepipar, cumin og ólífuolíu.
Maukið allt saman í um 30 sekúndur. Hægt er að stjórna þykkt hans með því að bæta við meira af vatni eftir smekk.
�?g ætla að skora á Guðríði Jónsdóttur sem næsta matgæðing. Spennandi verður að sjá hvað hún mun bjóða okkur upp á.