Guðmund­ur �?órður Guðmunds­son, landsliðsþjálf­ari í hand­knatt­leik karla, hef­ur orðið að gera tals­verðar breyt­ing­ar á landsliðshópn­um sem hann fer með til Nor­egs í fyrra­málið þar sem ís­lenska landsliðið tek­ur þátt í fjög­urra liða móti sem hefst á fimmtu­dag­inn. www.mbl.is greindi frá.
Theo­dór Sig­ur­björns­son og Aron Rafn Eðvarðsson, leikmenn ÍBV hafa dregið sig úr hópnum. �?laf­ur Andrés Guðmunds­son, �?laf­ur Bjarki Ragn­ars­son, �?laf­ur Gúst­afs­son, Ýmir �?rn Gísla­son hafa einnig all­ir dregið sig út úr hópn­um. Flest­ir vegna meiðsla en einnig af per­sónu­leg­um ástæðum. Í þeirra stað hef­ur Guðmund­ur kallað inn í hóp­inn Elv­ar �?rn Jóns­son og Teit �?rn Ein­ars­son, leik­menn Sel­foss, Ágúst Birg­is­son úr FH og Hauka­mann­inn Daní­el �?ór Inga­son. Fjór­ir leik­menn hafa verið kallaðir inn í B-landsliðið í hand­knatt­leik og þar á meðal er Eyjamaður­inn Elliði Snær Viðars­son.
Upp­haf­lega voru 20 leik­menn í hópn­um sem Guðmund­ur valdi um miðjan síðasta mánuð. Sex þeirra eru hrokkn­ir úr skaft­inu. Átján leik­menn fara til Nor­egs á morg­un. Mótið hefst á fimmtu­dag­inn í Sötra Ar­ena í ná­grenni Björg­vinj­ar í Nor­egi. Fyrsti leik­ur ís­lenska liðsins verður við norska landsliðið á fimmtu­dag. Síðan mæta Íslend­ing­ar Dön­um á laug­ar­dag og heims­meist­ur­um Frakka dag­inn eft­ir.