�?að eru mismunandi hvað dregur fólk að Eyjunni okkar. Hjá flestum er það tenging við fólk, æskuna eða jafnvel ástina.
Anna Sigurlína Steingrímsdóttir, amma mín, bjó næstum allt sitt líf á malbikinu eins og við orðum það, eða í 104 Reykjavík. Hún eignaðist sjö börn og lífið kenndi henni snemma hvað það getur verið ósanngjarnt og óútskýranlegt.
Eiginmaður hennar og barnsfaðir, fórst með skipinu Sjöstjörnunni. 23. janúar 1973 var tilkynnt að leitinni af skipverjunum hefði verið hætt. Hann fannst aldrei. Eftir stóð hún ein með börnin sjö.
�?essi dagur var líka örlagaríkur fyrir Eyjamenn og það sem amma vissi ekki þá var að Vestmannaeyjar ættu eftir að spila stóran part í hennar framtíð.
Árin liðu og systkinin, þar á meðal pabbi minn, fóru að sækja vertíðir í Eyjum. �?ll sjö systkinin komu á einhverjum tímapunkti á vertíð. Vertíðar-skreppið varð seinna að búsetu hjá sex systkinum af sjö. Fimm af sjö börnum hennar ömmu minnar hafa búið í Eyjum meirihlutann af sínu lífi. Afkomendurnir eru margir og flestir Vestmannaeyingar eins og ég.
Amma mín kvaddi þennan heim fyrir nokkrum dögum og þar sem Reykjavíkurdaman hún amma mín átti part af fólkinu á Eyjunni, fannst mér viðeigandi að leyfa henni að njóta heiðursins af þessum pistli.
Lífsganga hennar var mögnuð, meira var lagt á hana en marga. Eins og ein frænka mín orðaði svo vel, �??hún gekk til heljar og til baka oftar en nokkur myndi kæra sig um, en aldrei laut hún í lægra haldi og stóð alltaf með höfuðið hátt. Hún var algjör sigurvegari í þessu lífi.�?? Eftir sitja margar minningar, þakklæti og hlýja.