�?llum framboðslistum til Sveitastjórnakosningar 2018 þarf að skilað inn til þeirrar sem í hlut eiga, ekki seinna en klukkan tólf á hádegi þann 5. maí 2018.
Enginn framboðslisti hefur enn verið opinberaður í Vestmannaeyjum. Allar líkur eru á því að listarnir verði þrír og þá verður hægt að setja X við D, E eða H. Á framboðslista þurfa að vera að minnsta kosti jafnmörg nöfn frambjóðenda og kjósa á sem aðalmenn í viðkomandi sveitarstjórn og aldrei fleiri en tvöföld sú tala. Í Vestmannaeyjum eru bæjarfulltrúarnir sjö, frambjóðendur á lista mega því vera minnst sjö og ekki fleiri en fjórtán. Ef allir þrír listarnir skipa fjórtán mans verða 42 einstaklingar í framboði
í Vestmannaeyjum.
Uppstillingarnefnd Sjálfstæðisfélagsins fékk frest
Jarl Sigurgeirsson formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélagsins sagði í samtali við Eyjafréttir að uppstillingarnefnd hafi óskað eftir frest núna í lok mars. �??�?skað var eftir að fá nokkurra daga frest til að leggja lokahönd á listann og var orðið við því, �?? sagði Jarl. Hann sagði ferlið vera þannig að uppstillingarnefnd skili til stjórnar fulltrúaráðs tillögu að framboðslista. �??�?á er boðað til fundar í fulltrúaráði þar sem listinn er lagður fyrir ráðið og hann borinn upp til samþykktar. Að fengnu samþykki fulltrúaráðs er listinn gerður opinber,�?? sagði Jarl, og sagði jafnframt að starf uppstillingarnefndar væri á lokametrunum. �??�?g á von á að því ljúki nú alveg á næstu dögum.�??
�?að fer að styttast
Haft var samband við Jóhönnu Njálsdóttur sem situr í uppstillingarnefnd fyrir Eyjalistann og sagði hún að listinn yrði opinberaður á allra næstu dögum. �??�?að fer að styttast í það, framundan er félagsfundur og þar sem við munum leggja fram listann og fá samþykki fyrir honum.�?? Á listanum eru fjórtán mans og sagðist Jóhanna afar ánægð með hvernig hann væri skipaður.
Hægt er að kjósa utan kjörfundar
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst á laugardaginn og stendur til kjördags 26. maí 2018, hægt er að kjósa utan kjörfundar hjá Sýslumanni.