Bolfiskvinnslan fór á fullt strax eftir páska
Uppsjávarskipin fara á kolmuna í færeysku lögsögunni upp úr 10.apríl,�?? sagði Eyþór Harðarson útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu í samtali við Eyjafréttir.
�??Bolfiskskipin Dala Rafn og Suðurey fóru á sjó á annan í páskum og er bæði búin að landa fullfermi eftir veiðar hér við Eyjar, þannig að bolfiskvinnslan hér í Eyjum og �?órshöfn voru komnar með hráefni strax eftir páskana.�?? sagði Eyþór.
Fyrsti humartúr ársins
Brynjólfur og Sleipnir eru enn á netum og fóru báðir út annan í páskum. �?eir hafa verið að fiska vel hér austan við Eyjar eins og fyrir páska og er aflinn að mestu leyti þorskur,�?? sagði Sverrir Haraldsson sviðstjóri Bolfisks hjá Vinnslustöðinni.
Drangavík er nú í fyrsta humartúr ársins. �??�?eir byrjuðu austur á Breiðamerkurdýpi og voru komnir með 13 humarkör eftir fyrsta sólarhring á veiðum. Svo er líka talsvert af blönduðum meðafla,�?? sagði Sverrir. Sindri hefur verið á veiðum sunnan við Eyjar �??þeir eru í fyrsta túr eftir páska og eru komnir með ágætan afla af karfa, þorski og ufsa,�?? sagði Sverrir.
Mjög góð veiði á heimaslóð
Bergey og Vestmannaey fóru á sjó á miðnætti aðfaranótt annars í páskum og lönduðu einum og hálfum sólahring síðar fullfermi, mest Ýsa og þorskur,�?? sagði Arnar Richardsson hjá Berg-Huginn. Ekki var dvalið lengi í landi og héldu báðar áhafnir strax á sjó að lokinni löndun. �??Mjög góð veiði er á heimaslóð sem skilar tveimur fullfermis túrum á rúmum þremur sólarhringum á hvort skip. Stærsti hluti aflans fer í útflutning og til Goodthaab í Nöf,�?? sagði Arnar.