Gísli Foster Hjartarson var búinn að vera með það markmið í hausnum að einn daginn skyldi hann róa 100 kílómetra í einum beit. Hann lét að þessu verða núna fyrir páska og tókst heldur betur vel til. 49 manns komu honum til hjálpar og söfnuðust 135.000 kr.
�??�?g er búinn að tala um það í svolítinn tíma að ætla mér að róa 100 km. Hætti við það í desember, var of önnum kafinn og ekki í nógu góðu standi held ég til að klára það þá. Stakk því svo að �?la í Skýlinu hvort að við ættum ekki að stefna á þetta fyrir páska og hann var sammála því,�?? sagði Gísli.
Setið á öllum sjö róðravélum allan tímann
�?að mættu 49 manns í Hressó og tóku þátt í róðrinum með Gísla, �??við rérum saman 515.721 kílómetra, sem er nánast vegalengdin frá Keflavík til Húsavíkur. Margir voru að róa það lengsta sem þeir hafa róið á ævinni og það var nánast setið á öllum sjö róðravélunum allan tímann, alveg magnað og virkilega gaman að taka þátt í þessu,�?? sagði Gísli. Eiginkona Gísla, Jóhanna Jóhannsdóttir stakk svo uppá því að hafa söfnun samhliða þessu. En ágóðinn sem var um 135.000 krónur mun renna til fjölskyldu Ágústs Ásgeirssonar sem var bráðkvaddur í mars.
Milljón metra á róðrarárinu
Ertu búinn að setja þér næsta markmið? �??Já, næsta verkefni er að róa einn milljón metra á róðrarárinu, frá 1. maí 2017 til 30. apríl 2018 , ég á núna 66.500 metra eftir svo það ætti að hafast, þá þarf maður ekki að gera það aftur.�??
Mörg verkefni framundan
En Gísli hefur alltaf nóg fyrir stafni og ýmislegt framundan, �??langtíma markmiðið er að komast í topp 200 í mínum aldurshóp á CrossFit leikunum, var númer 204 þetta árið, og komast því í að keppa um sæti á lokaleikunum, The Games,�?? sagði Gísli sem taldi sig þó ekki vera í nógu góðu standi til að fara alla leið í úrslit, en spenntan að fá að glíma við verkefnið einn daginn. �??Jú og svo var ég víst búinn að ræða við Jóhönnu um að gaman væri að fara og keppa á enska meistaramótinu í 2000 metra róðri, finnst ég verða að gera það einhvern tíma á lífsleiðinni og hví ekki næsta haust,�?? sagði Gísli
Nýtt húsnæði fyrir Crossfit – Eyjar
Gísli er nú um þessar mundir að reyna finna húsnæði undir CrossFit Eyjar, �??það gengur vonandi upp fyrir sumarið,�?? sagði Gísli að endingu.