ÍBV og Fram mættust í þriðja leik liðanna í undanúrslitum olís-deildarinnar í dag þar sem Fram hafði betur 27:25. Næsti leikur liðanna fer fram í Eyjum á miðvikudaginn en þar verður ÍBV að sigra til að knýja fram oddaleik.
Sandra Erlingsdóttir og Karlólína Bæhrenz voru markahæstar í liði ÍBV í dag með átta mörk hvor. Erla Rós Sigmarsdóttir varði 11 skot í markinu.