Jón Bjarni Hjartarson er 36 ára gamall ljósmyndari sem hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn í tæpa tvo áratugi. Síðustu sjö ár hefur hann verið búsettur með kærustunni sinni Idu sem er fædd og uppalin í borginni. Jón Bjarni fæddist í Vestmannaeyjum en flutti ásamt móður sinni til Danmerkur einungis fjögurra ára gamall. Undanfarnar tvær vikur hefur Jón Bjarni verið í heimsókn í Eyjum að rækta tengslin við fjölskyldu og vini ásamt því að taka ljósmyndir.
Viðtalið má finna í nýjasta tölublaði Eyjafrétta og í vefútgáfu blaðsins.