“Við skorum á Írisi Róbertsdóttur að leiða nýtt framboðsafl í Vestmannaeyjum. Ræðum málin áður en ráðist er til framkvæmda, leggjum áherslu á lýðræðisleg vinnubrögð. Höfum fjölbreyttar skoðanir og vinnum saman, betur má ef duga skal.” segir í tilkynningu sem Eyjafréttum barst rétt í þessu. Undir þetta eru rituð nöfn 195 Vestmannaeyinga.