�?að er óhætt að segja að tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson hafi hitt beint í mark þegar hann hélt tónleika/uppistand í Höllinni í Vestmannaeyjum sl. föstudagskvöld. Upphaflega átti Eyþór að koma fram á Háaloftinu en vegna góðrar aðsóknar var sýningin flutt niður í sjálfa Höllina sem var nokkuð þétta setin þegar uppi var staðið eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Var góður rómur gerður að frammistöðu Eyþórs Inga sem oftar en ekki náði að kitla hláturtaugar gestanna á milli þess sem hann flutti lög af plötu sinni í bland við sín uppáhalds lög.
Myndir – �?skar Pétur Friðriksson