�?g hef ákveðið að gefa kost á mér í sveitarstjórnarmálin fyrir næsta kjörtímabil. �?að kom bæði mér og öðrum á óvart að ég skildi hella mér út í þetta að þessu sinni. Flestir sem gefa kost á sér í slík verkefni upplýsa að ástæðan sé oftar en ekki sú að eftir fjölda símhringinga og hvatninga vina og vandamanna þá hafa viðkomandi ákveðið að gefa kost á sér. �?g fékk eitt símtal og engin var að hvetja mig í sveitarstjórnarmálin fram að því, enda ekki sýnt neina tilburði til að vinna á þeim vettvangi. Umrætt samtal gekk út á að mér var boðið sæti á lista sjálfstæðismanna á tímum nokkurra væringa og óvissu um fjölda framboða fyrir þessar kosningar. Niðurstaðan varð sú að ég ákvað að stökkva í verkefnið eftir að hafa sofið illa eina nótt og spjall við mína nánustu vini og vandamenn.
�?g hef fylgst með bæjarpólitíkinni eins og hver annar Eyjamaður undanfarin ár og ég get ekki séð annað en að fólkið sem hefur verið í bæjarstjórn síðustu 10-15 árin hafi almennt verið hæfileika fólk og bænum stjórnað ágætlega eins og rekstrarniðurstöður sína. �?arna eiga bæði meiri og minnihluti bæjarstjórnar heiður skilið fyrir góð störf, auk starfsmanna bæjarins.
�?g er keppnismaður að eðlisfari og það freistaði, að vera boðið sæti á lista sjálfstæðismanna og byrja á því ögrandi verkefni með fleirum, að koma framboðinu í þá stöðu að halda meirihlutanum í bæjarstjórn. Ef það tekst, þá er ég tilbúin í að vinna að heilindum fyrir bæjarfélagið á næsta kjörtímabili.
Eyþór Harðarson