KFS tekur á móti Víði í Garði í fyrstu umferð bikarkeppninnar á Helgafellsvelli í dag kl. 12:00. KFS fékk á dögunum sex unga leikmenn frá ÍBV til liðs við sig og verður því fróðlegt að sjá hvernig liðið mun koma til með að líta út en búast má við hörkuleik í dag.