ÍBV er komið áfram í undanúrslit Olís-deildar karla eftir nokkuð sannfærandi sigur á ÍR í annarri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum, loktölur 26:30.
Mikil harka einkenndi leikinn líkt og í fyrri viðureign liðanna og fóru fjögur rauð spjöld á loft, þrjú hjá ÍR og eitt hjá ÍBV. Eyjamenn höfðu yfirhöndina meira og minna frá tíundu mínútu en staðan í hálfleik var 12:16 ÍBV í vil.
Í síðari hálfleiknun fór munurinn mest í átta mörk en ÍR-ingar náðu þó að klóra í bakkann og minnka muninn í þrjú mörk þegar komið var fram á lokamínútu leiksins. �?að var hins vegar Kári Kristján Kristjánsson sem skoraði lokamark leiksins og tryggði ÍBV fjögurra marka sigur
Kári Kristján var markahæstur í liði ÍBV með níu mörk. Aron Rafn Eðvarðsson varði 11 skot í markinu.