Nú þegar kosningavorið er að hefjast eru framboðin farin að setja sig í startholurnar. �?að verður ekki annað sagt en að spennandi tímar séu framundan enda eru kosningarnar í vor ákaflega mikilvægar fyrir margar sakir.
Fyrir okkur sem tókum sæti á lista Eyjalistans var ákvörðunin um að vera með og gefa kost á okkur í raun ekki erfið. Við eigum það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á bæjarmálum og viljum stuðla að betra samfélagi í Vestmannaeyjum. Við höfum mismunandi bakgrunn og reynslu en viljum öll taka þátt í því að byggja upp betra samfélag þar sem allir hafa sitt að segja.
Við leggjum höfuð áherslu á það að skoðanir allra heyrist, við viljum að ákvarðanir séu teknar í sem mestri sátt við bæjarbúa og að faglega sé staðið að stjórnsýslunni þannig að tortryggni á stjórnun bæjarins gæti ekki meðal bæjarbúa. Fyrir þetta stöndum við. Við viljum aukið íbúalýðræði og bætta stjórnsýsluhætti. �?að er nauðsynlegt, nú sem aldrei fyrr.
Við erum tilbúin í slaginn. Við erum tilbúin til þess að starfa í þágu allra bæjarbúa og við viljum sjá til þess að hlustað sé á allar raddir, óháð því hvar í flokki fólk kann að vera. Við bjóðum bæjarbúa velkomna með okkur í þá vinnu sem framundan er, bæði nú fyrir kosningar og næstu fjögur árin. Allar góðar hugmyndir þarf að ræða.
Njáll Ragnarsson.