Vest­manna­ey VE og Ber­gey VE, skip Bergs-Hug­ins, dótt­ur­fyr­ir­tæk­is Síld­ar­vinnsl­unn­ar, hafa fiskað afar vel það sem af er ári. Fyrstu þrjá mánuði árs­ins var afli skip­anna 2.900 tonn af slægðum fiski og er verðmæti afl­ans metið á um 640 millj­ón­ir króna. www.mbl.is
Er þetta mesti afli sem skip­in hafa fært að landi á þrem­ur fyrstu mánuðum árs, en það ár sem næst kemst hvað afla varðar er 2009; þá var afli skip­anna rúm­lega 2.500 tonn.
Veiðiferðirn­ar tæp­ir tveir sól­ar­hring­ar að meðaltali
Á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar kem­ur fram að í mars­mánuði hafi skip­in veitt tæp­lega 1.140 tonn. Hvort um sig voru þau ein­ung­is 16 daga á sjó, þannig að meðalafli hvors skips var 36 tonn á dag. �?á var sam­setn­ing afl­ans býsna fjöl­breytt en skip­in komu alls með 22 teg­und­ir að landi. �?orsk­ur var 35% afl­ans, ýsa 23%, ufsi 14%, karfi 10% og lýsa 3,5%, svo helstu teg­und­ir séu nefnd­ar.
Seg­ir enn frem­ur á vef út­gerðar­inn­ar að helsta veiðisvæði skip­anna frá því í fe­brú­ar hafi verið í kring­um Vest­manna­eyj­ar og því ekki þurft að sigla langt á miðin.
Í mars­mánuði fór hvort skip tvær veiðiferðir í viku og tók hver veiðiferð að meðaltali inn­an við tvo sól­ar­hringa. Ekki var óal­gengt að landað væri full­fermi að lok­inni 30 tíma veiðiferð.