Í gær var Blátindur færður í lægi sem útbúið hefur verið fyrir bátinn vestan við hafnargarðinn, norðan við dæluhúsið. Seinnipartinn í gær kom Lóðsinn með Blátind og lagðist hann við flotbryggjuna á Skansinum, þar var hann tengdur við vinnuvélar frá HS vélaverk sem mjökuðu honum upp á stálrennu sem útbúin hafði verið og skipið liggur á. Smári kafari fylgdist með öllu neðansjávar.
�?egar Blátindur var kominn á sinn stað á rennunni var brók úr bátnum tengd við stóra vélskóflu sem dróg Blátind á sinn stað. Blátindur var kominn þar sem hann mun liggja kl. 19,07. Menn unnu vel og fagmannlega við að draga skipið á þurrt, nú hefjast framkvæmdir að steypa undir skipið þannig að það verði alltaf rétt þótt flæði vel að því.
Aðalverktaki í verki þessu var 2�? og HS vélaverk var með vélavinnu í verkinu. Hafnarverkamenn unnu við verkið.