Ísland er land velmegunar og hluti af okkar lífsgæðum er að fólk nær nú hærri aldri en nokkuru sinni áður. Sú staðreynd leggur nýja ábyrgð á kjörna fulltrúa og hætt er við að þessi jákvæða þróun verði að risavöxnu vandamáli ef stjórnmálafólk skortir kjark til að leita nýrra leiða og hugsa út fyrir kassann. Meðal annars þess vegna höfum við Eyjamenn valið að fella niður fasteignaskatta á eldriborgara.
Með styrkum rekstri er hægt að létta álögum á íbúa
Rekstur Vestmannaeyjabæjar hefur gengið vel seinustu ár. Um leið og tekjur hafa aukist hefur allra leiða verið leitað til að standa vel að rekstri og leita hagræðinga. Á rétt um áratug hafa yfir 90% af skuldum verið greiddar niður, eiginfjárstaða er sterk og þjónustustig fyrir alla aldurshópa hátt. �?egar þannig árar er bæði eðlilegt og æskilegt að horfa til þess að létta álögum á þá hópa sem helst þurfa stuðning sveitarfélagsins.
Fasteignaskattur felldur niður á 70 ára og eldri
Með því að koma böndum á rekstur höfum við búið til aukið svigrúm til að lækka álögur á eldri borgara með það fyrir augum að gera þeim kleift að búa sem lengst í eigin húsnæði. �?annig veljum við að fella niður fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði í eigu íbúa sem eru 70 ára á árinu og eldri og gildir afslátturinn þegar annað hjóna eða sambúðaraðili hefur náð þeim aldri.
Mikil uppbygging á þjónustu við eldri borgara
Samhliða hefur Vestmannaeyjabær lagt sérstaka áherslu á að efla þjónustu tengdri dægrastyttingu, hreyfingu og tómstundum. �?á hefur einnig verið lögð áhersla á að sinna betur þeim sem veikastir eru með byggingu hjúkrunarálmu fyrir fólk með heilabilun. Ráðist hefur verið í byggingu á nýjum þjónustuíbúðum aldraðra, dagdvöl á dvalarheimili efld, heimaþjónusta bætt og áfram má telja.
Mannvirðing og rekstrarlegur ávinningur
�?etta fyrirkomulag hefur reynst okkur vel. Í því sameinast sú mannvirðing sem fólgin er í því að auðvelda eldri borgurum að búa sem lengst í eigin húsnæði og sá rekstrarlegi ávinningur sem felst í því að seinka dýrustu úrræðunum sem ætíð eru stofnanaþjónusta svo sem dvalar- og hjúkrunarheimili.
�?að á að vera keppikefli okkar allra að búa öldruðum mannsæmandi líf. Hér í Eyjum eins og víðar kreppir skóinn enn í því er snýr að hjúkrunarrými og ástæða til að skora á þingheim að stíga þar fastar fram. Aldraðir skópu það samfélag og þann jarðveg sem við nú nýtum til ríkulegrar uppskeru. �?eirra er rétturinn.
Elliði Vignisson
Bæjarstjóri í Vestmannaeyjum